Monday, February 7, 2011

Blake Jacobsen

Blake Jacobsen hefur verið lengi á LOOKBOOK og postað fullt af frábærum lookum. Mér hefur alltaf fundist hann vera með æðsielgan stíl, svona meira í fancy kanntinum finnst mér. Blake er á FLICKR með æðislegar myndir og svo heldur hann uppi síðu HÉR með ljósmyndum, hann segir að hann sé mest fyrir ljósmydnir og byrjaði mjög ungur. Myndirnar eftir hann eru rosalega fallegar. Hann er líka á youtube, en ég er ekkert hrifin af söngnum í honum þótt hann geti svosem sungið, en ég er ekkert fyrir hann sem söngvara ;) Hann er auðvitað á blogspot líka sem þið finnið HÉR, mér finnst rosalega gaman að fylgjast með hvernig strákar blogga um tísku, það er nefnilega fullt af þessum strákum sem hafa vit fyrir henni. Blake kemur frá The United States, stendur allaveganna á lookbook hjá honum og mér finnst stíllinn æði, ætla að setja myndir inn af nokkrum uppáhalds lookum.

-Ída

No comments:

Post a Comment