Tuesday, June 14, 2011

Monki

síðustu dagarnir eru búnir að vera frábærir. Búin að vinna vinna og vinna alveg fullt, skellti mér í bíó á x-men og hangover, keypti mér einnota myndavél og tók skemmtilegar myndir á hana, fer með hana í framköllun sem fyrst. Mamma mín varð stúdent loksins og fórum í veislu hjá henni. Keyrpti mér varalit og sokkabuxur og svo átti ég frí í dag og hékk heima og horfði á x-men 1 og 2, pantaði mér pizzu og tók til í öllu húsinu.. svo það vantar ekki dugnaðinn í mig í dag ;) Er búin að vera að skoða alveg fullt á netinu og mig dreymir upp á hvern einasta dag að þegar ég sofna vakni ég einhversstaðara á heitum stað þar sem ég smelli mér í eitthvað þunnt og lítið, hoppa út í sólina og fer að versla.... en það gerist bara ekkert voðalega oft :/ Þarf svo sárt að komast í Monki, svo mikið og fallegt sem mig langar í. Er einmitt ný búin að panta mér föt á netinu og býð eftir að fá þau send hingað heim á klakann, eeen alltaf langar mig í meira og meira !

gemmér gemmér gemmér !

-Ída

No comments:

Post a Comment