Monday, March 21, 2011

Laundromat Café

Kíktum í kolaportið á laugardaginn og hittum bróðir minn og dóttur hans þar. Rosalega getur verið margt fínt í kolaportinu fyrir engann pening, ef maður nennir að leita þá finnur maður sér alltaf eitthvað fínt. Eftir nokkra hringi ákvá'um við að kíkja á nýja kaffihúsið í reykjavík, Laundromat Café. Æðislegur staður! fær mann til að líða eins og maður sé staddur einhverstaðar í miðbænum í New York. Laundromat Café var semsagt stofnað í danmörku og eftir frábærar móttökur hefur hann opnað 12 staði í danmörku og er ný búinn að opna hér. Geðveikur staður og æðislegur matur. 5 ára fegurðardísin hún Sunna fékk sér barna brunch, bróðir minn kaffi, ég fékk mér æðislegt cesar sallat og hrafn logi einn gyrnilegasta kjúlingaborgara sem ég hef augum litið. Þangað á maður eftir að fara aftur! jú svo er þetta kaffhús hugsað þannig að maður kemur með þvottinn sinn, þvær hann og á meðan sest maður niður og fær sér kaffsopa, og að sjálfsögðu eru eldrauðar þvottavelar á neðri hæðinni fyrir þá sem þurfa. Hefði nú samt alls ekkert á móti því að kíkja á hönnunar mars, hefði verið gaman hefði það verið þessa helgi, þá hefði maður notið sín, ekki það að maður njóti sín ekki alltaf í reykjavíkinni.







æði æði æði, það vantar alveg svona stað á Akureyri.

-Ída





No comments:

Post a Comment