Tuesday, May 31, 2011

Húðin

Hver vill ekki hafa mjúka og fallega húð? ég hef alltaf verið með mjög góða húð í andlitinu, segi nú ekki að ég sé með bestu húð í heimi á líkamanum þar sem ég er ofnæmisbarn og fæ stundum exem! en andlitið hefur alltaf verið gott, alveg laust við bólur og vesen.
Er með nokkur góð tips sem ég notaði oft, geri það ekki lengur en þetta virkar!



-Sjóðið vatn í potti þangað til að suðan kemur
-Hellið vatninu í skál og hallið ykkur yfir gufuna með handklæði ofaná hausnum svo þið missið ekki gufuna. Gufan/hitinn opnar húðina betur og þá er miklu auðveldara að þrífa hana, en þegar hún er svo berskjölduð og opin húðin verðuru að passa að vera hrein á höndunum og á húðinni áður en þú ferð yfir gufuna þvi annars fara öll óhreinindin inní húðina og nota hrein handklæði eða þvottapoka í andlitið á þér. Þú verður rosalega blaut í framan eftir gufuna svo að þú þerrar húðina með hreinum þvottapoka og þá getiði farið að dunda við húðina ykkar. Setjið svo gott rakakrem eftir á !

svo er það hitt tipsið en það er meira fyrir þurra húð, ef þú vilt mjúka húð þá myndi ég prófa þetta.

-Taktu sirka tvö egg og notaðu bara eggjahvítuna,
-Settu þær í skál og þeyttu þangað til að hviturnar verða eins og rjómi eða froða
Settu svo skálina í ísskápinn í sirka 10-15 min og á meðan getur þú gert húðina til, taktu tvo bómla og bleittu þá með heitu vatni og strjúktu þeim svo yfir andlitið til að taka öll óhreinindi dagsins í burtu, ef þú prófar að strjúka svona yfir með bómli og sérð óhreinindin sem fara í bómulinn, þetta er bara eftir daginn, þú ert kansi búin að vera úti og með bómlunum hreinsaru allt það í burtu.
-Svo tekuru eggin úr ísskápnum og berð framan í þig, á allt andlitið.. ekki á augun samt!
- Þetta harnar mjög fljótt og þú átt eftir að finnast erfitt að sýna svipbrygði eða tala, láttu eggin vera á í sirka 10 min og svo þurrkaru þau af með blautum þvottapoka, þú munt strax finna hversu mjúk húðin verður!

Það sakar ekki að prófa ;)

-ída

No comments:

Post a Comment