Tuesday, April 26, 2011

Vintage

Ég hef aldrei verið neitt rosalega æst í merkjavörur, en ég meina ef mér yrði boðin louis vuitton taska myndi ég ekki segja nei, langt því frá. Finnst bara svo miklu skemmtilegra að finna mér einhver gömul skemmtileg föt í einhverjum vintage búðum, þá líka á enginn annar eins og þú ;) Finnst svo böggandi að kaup mér föt sem maður er mjög ánægður með og ætlar í þeim í skólann eða bara út í bæinn og helmingurinn af stelpunum í beknnum eiga eins. Ég fór til Noregs í fyrra sumar og var í tvo mánuði, þegar ég koma heim með heilann nýjann fataskáp af fötum og hugsaði "yes, nú á enginn eins og ég" en þegar ég fór svo að ganga í fötunum í skólanum og úti sá ég að helmingurinn af stelpunum á allri Akureyri áttu eins föt því þessi föt voru flest úr H&M.. og ég tala nú ekki um H&M þar sem allar stelpur á íslandi eiga eins föt út H&M, pirrrrrandi. Það er hinsvegar allt öðruvísi ef maður fer að versla í t.d Monki eða Topshop einhversstaðar í útlöndum, þá kanski kemst maður upp með það að eiga ekki eins og allir aðrir eins og uppáhalds skórnir mínir úr Monki sem eru keyptir í Svíþjóð í fyrra sumar. Hef ekki séð neina gellu þannig ennþá og vona ég muni ekki gera það ;)




En já, vintage föt eru æði eins og að bloggið átti að vera um.. en aldrei hef ég fundið mér vintage skó, þarf kanski bara að nenna að leita eða leita betur. Skórnir mínir eru nú oftast keyptir einhversstaðar í nýlegum tíksuverslunum, en elska gamlar búðir og finna mér skemmitleg föt!

-Ída

No comments:

Post a Comment